Í Hnotskurn
Við hjálpum stjórnendum fyrirtækja að ramma inn viðskiptaáætlanir, móta stefnu, búa til sölu- og fjárfestakynningar, æfa framsögu, sækja fjármögnun og skrifa styrksumsóknir.
Við hjálpum einnig stjórnendum og starfsfólki í þjónustustörfum að taka út þjónustuferla, hanna og skrifa nýja, auk þess að veita ofurþjónustu hvort sem er á gólfinu, í síma, með netspjalli, tölvupósti eða á samfélagsmiðlum og að tryggja að sérhver snerting og endurgjöf viðskiptavinar sé meðhöndluð sem tækifæri.
Kjarninn í báðum tilvikum er róttæk notendamiðuð hugsun, áhersla á að ná tilfinningalegum tengslum við þann sem talað er við án þess að fórna rökfestu.