top of page

þjálfunarbúðir

í fjármögnun sprota- og nýsköpunarverkefna.
Frae_logo_blue.png
Styrkt af:
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ATVINNULÍFSINS

Markmið

 

Við sérsníðum vinnustofur fyrir stjórnendur fyrirtækja með það að markmiði að:

 

  • Ramma inn viðskiptaáætlanir

  • Móta stefnu

  • Gera fjárfestingakynningar

  • Æfa framsögu

  • Skrifa styrksumsóknir

Vinnustofan er blanda af fyrirlestrum og einkaráðgjöf þar sem ráðgjafi ver tíma með hverju teymi fyrir sig við að ramma inn viðskiptaáætlun, fínpússa stefnu, sigta út aðalatriðin og þjálfa stjórnendur í að koma þeim frá sér á skýran og einfaldan hátt í formi fjárfestakynningar, styrksumsóknar eða annars konar kynninga gagnvart samstarfsaðilum, viðskiptavinum eða öðrum þeim sem ætlunin er að ná til. 

Öll nálgun á ofangreint efni er eftir grunnforskrift Senza: róttæk notendamiðuð hugsun, einfalt og skýrt, og tilfinningasamband með rökhyggju.

Útfærsla / Dagskrá (dæmi)

2-10 teymi taka þátt í hverri vinnustofu sem samanstendur af þremur fösum.

Hver vinnustofa getur tekið 2-3 daga (bootcamp), eða allt að 3-4 vikur en þá er er sama efni dreift á lengri tíma og meiri tímí gefst í einkaráðgjöf á milli.

Í öllum tilvikum er um að ræða:

- Að minnsta kosti þrjá fyrirlestra/kynningar, alls um 10klst.

- Að minnsta kosti 3-4 klst. einkaráðgjöf sem hvert fyrirtæki fær (bootcamp), meira þegar tíminn er lengri.

- Auk þess fylgir með netnámskeið Senza í styrkjaskrifum ef við á, klárað að horfa áður en vinnustofa byrjar.

Fasi 1

- Fyrirlestur Senza, allir saman.

- Einkaráðgjöf 3 -5 klst. á teymi.

 

Fasi 2

- Fyrri kynning teymanna, endurgjöf, allir saman. 

- Einkaráðgjöf frh. 3 - 5 klst. á teymi. 

 

Fasi 3

- Fyrirlestur Senza, seinni kynning teymanna, endurgjöf, allir saman.

- Einkaráðgjöf 1 - 2klst. á teymi, samantekt, úrvinnsla. 

Fyrirlestrar / Efnistök

Góð fjárfestakynning

- Hvernig á að byrja ferlið að búa til góða fjárfestakynningu.

- Hvað á að koma fram í kynningunni, hvað bera að forðast.

- Hvernig á að flytja kynninguna, á sviði, á fundi.

- Hvernig er kynning sem send er með tölvupósti öðru vísi.

- Hvernig á að ná tilfinningasambandi og af hverju er það mikilvægt.

- Stutt kynning (e. elevator pitch).

Góð Rannís umsókn:

- Helstu viðmið sem Rannís gefur út varðandi styrkjaskrif.

- Í hvaða röð er best að svara og af hverju.

- Djúp greining á Matsblaði sem notað er við ákvörðun um úthlutun á Vexti og Sprota.

- Helstu trix, tækni og aðferðir við styrkjaskrif byggt á áratuga reynslu.

Greining á spurningum í umsókn, erfiðu orðin, og orðanotkun sem mælt er með í svörum.

Góð Evrópuumsókn:
- Helstu viðmið fyrir Horizon Europe.

- Áhersla á EIC Accelerator (áður SME Instrument) sem er vinsælasta styrkjaformið en þar getur

  styrkur numið allt að €2,5m og fjármögnun allt að €15m.
- Ítarlegur samanburður á spurningum og matsblaði EIC Accelerator og Tækniþróunarsjóðs.

Vöxtur/Sproti/Sprettur í 16 hlutum:

Umfang þessa hluta má auka og minnka eftir því hve mikil áhersla er á styrkjaskrif.

Hér er umsókn sem fékk styrkinn bútuð í 16 hluta og hvert einasta svar ítarlega greint og

hugsað sem skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig má svara eigin umsókn.

1. Samantekt.

2. Verkþættir.

3. Staðar markaðar.

4. Staða þekkingar.

5. Áskoranir.

6. Leið á markað.

7. Viðskiptaleg markmið.

8. Innlend verðmæti.

9. Staða verkefnis.

10. Stjórnun.

11. Samstarf.

12. Kostnaður og fjármögnun.

13. Rekstur.

14. Hugverkastefna.

15. Spin-off.

16. Markmið.

Helstu styrkir og fjárfestar á Íslandi

- Hvernig á að nálgast fjárfesta, hvaða fjárfesta.

- Hverjir eru framtaksfjárfestar á Íslandi.

- Hverjir eru helstu styrkjamöguleikar.

- Aðrir möguleikar: hópfjármögnun, englafjárfestingar, grár markaður.

thridji.png

  • 15 ár frkv.stjóri og meðstofnandi 3ja sprota á hugbúnaðarsviði.

  • 15 ár í nýsköpun á Íslandi og San Francisco (Silicon Valley). 

  • 5x fengið Rannís styrk fyrir eigin fyrirtæki, 2x sprotafjármögnun.

  • Fjöldi viðskiptaáætlana, "pitch" og fjárfesta- og sölukynninga. 

  • MBA frá UC Berkeley, áhersla á nýsköpun, tækni og fjárfestingar.

  • Stjórnendaþjálfi hjá Senza, þjálfari hjá Snjallræði: Startup Social, mentor hjá Ungum Frumkvöðlum og löggiltur verðbréfamiðlari.

  • Linkedin: https://www.linkedin.com/in/einarsigvalda/

Einar Sigvaldason
Leiðbeinandi

Kaupa námskeið / hafa samband

Fyrir allar frekari upplýsingar og ef áhugi er á því að fá Senza til að gera vinnustofu fyrir þitt fyrirtæki hafðu samband við Einar hjá Senza.

 

Einar Sigvaldason

 

einar hjá senza .is

 

s. 581 2500

bottom of page