top of page

Um Okkur

Team Meeting
Senza, að bera skynbragð á umhverfi sitt

Senza hjálpar viðskiptavinum að ná hámarksárangri í samskiptum með róttækri notendamiðaðri hugsun, skýrleikaþjálfun og því að ná tilfinningalegum tengslum án þess að fórna rökfestu.

Ráðgjöf, styrkjaskrif, fjárfestakynningar

Við hjálpum stjórnendum fyrirtækja að ramma inn viðskiptaáætlanir, móta stefnu, búa til sölu- og fjárfestakynningar, æfa framsögu, sækja fjármögnun og skrifa styrksumsóknir. Grunnstefið eins og áður er einfalt og skýrt, notendamiðuð hugsun og að vinna öll verkefni út frá því hvernig ætlunin er að ná tilfinningalegum tengslum án þess að fórna rökfestu.

Fræðsla og þjálfun

Við höldum úti fræðslu og þjálfun á sviði nýsköpunar, sölu, atvinnuleitar og samskipta og sérsníðum vinnustofur, fyrirtækjasmiðjur og nýsköpunarhraðla fyrir ýmsa ólíka hópa. Reglulegir samstarfsaðilar eru til dæmis VIRK, Endurmenntun, Vinnumálastofnun, stéttarfélög, þróunarfélög á landsbyggðinni og símenntunarstöðvar.

Frá stofnun 2018 hefur Senza unnið með fjölda viðskiptavina. Þeirra á meðal eru Vinnumálastofnun, Endurmenntun HÍ, VIRKHáskóli Íslands, VR stéttarfélag, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Þróunarfélögin SSNE, SSNV, Vestfjarðarstofa, Heklan og Austurbrú, Miðstöð símenntunar á SuðurnesjumIMS Vintage photos, Nanitor CyberSecurity, leikjafyrirtækið Solid Clouds, Hefring Marine digital AI co-pilot, ReonEngineering lækningatæki, CodeNorth skjalavarsla á bálkakeðju, Zizera gagnvirkir PDF vörulistar, Alfreð, Martak hátæknivélar í sjávarútvegi, The Engine/Pipar TBWALaki Power eftirlitskerfi með háspennulínum, Retinarisk, Mink Campers og Alternance. Auk þess hefur fjöldi einstaklinga og smærri fyrirtækja nýtt sér aðstoð Senza við styrkjaskrif, nánar um það í flipanum "Styrkjaskrif".

Viðskiptavinir
Hver erum við

Einar Sigvaldason stýrir verkefnum Senza og veitir ráðgjöf og þjálfun en góður hópur starfsfólks og verktaka

sem lengi hafa unnið saman koma að verkefnum eftir því sem þarf.

​Nánar um Einar:

  • 15 ár framkvæmdastjóri 3ja sprota á hugbúnaðarsviði, leiddi stafræna þróun á ýmsum sviðum.

  • 15 ár í nýsköpun á Íslandi og San Francisco, ótal viðskiptaáætlanir, fjárfesta- og sölukynningar. 

  • 5 sinnum fengið Rannís styrk fyrir eigin fyrirtæki, 2svar sprotafjármögnun.

  • 7 ár hjá Rauða Krossinum við krísustjórnun, samskiptaráðgjöf, þjálfun og handleiðslu. 

  • 5 ár að þjálfa starfsfólk verslana í að veita ofurþjónustu og loka sölum, 7 ár í ofurþjónustu í ferðaiðnaðinum.

  • MBA frá UC Berkeley með áherslu á nýsköpun, framtaksfjárfestingar og þjónustuhönnun.

  • Löggiltur verðbréfamiðlari.

  • Linkedin: https://www.linkedin.com/in/einarsigvalda/

bottom of page