top of page

Styrkjaskrif / þrenns konar þjónusta

Senza býður þrenns konar þjónustu í styrkjaskrifum.

Netnámskeið í Rannís skrifum

Upptaka á námskeiði sem haldið var haustið 2019 og seldist upp á nokkrum klukkutímum.


- Umsókn sem fékk styrkinn nýtt sem "template", greind í smáeindir.
- Skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig má skrifa eigin styrksumsókn fyrir Sprota- eða Vöxt/Sprett.
- Uppbygging, orðalag, trix og tækni byggt á áratuga reynslu.
- Nákvæm aðferðafræði, erfiðu orðin tekin sérstaklega fyrir.

​Nánari upplýsingar á netsvæði Senza á Teachable þar sem námskeiðið er hýst.

Full umsjón með Rannís- og Evrópuskrifum

Senza tekur að sér umsóknarskrif fyrir sérvalin fyrirtæki þar sem hluti greiðslu er árangurstengdur.

 • Vöxtur/Sprettur í Tækniþróunarsjóð (TÞS), styrkur getur numið allt að 50/70mkr á 2 árum.

 • Eurostars, styrkur getur numið allt að 45mkr á 3 árum, 29% af þeim sem sækja um hafa fengið styrk.

 • EIC Accelerator (áður SME Instrument), styrkur getur numið allt að €2,5m, fjármögnun allt að €15m, en um er að ræða eitt vinsælasta styrkjaformið innan Horizon styrkjaáætlunar Evrópusambandsins.

 • Horizon Europe, aðrir en ofangreindir, þar sem sérstök köll (e. calls) eru fyrir hvern styrk (e. top/down). Hér er gott myndskeið sem lýsir leiðinni að 2,5 milljarða íslenskum svefnstyrk undir Horizon áætluninni.

Við tökum einungis 3-4 ný fyrirtæki á ári í fulla umsjón og þar með langtíma samstarf þar sem sótt er um oftar en einu sinni ef þarf. Allt er lagt undir til að kynna umsækjanda sem best og landa styrknum.

Við leitum að fyrirtækjum í langtímasamstarf sem uppfylla sem flest af eftirfarandi 5 skilyrðum, því fleiri skilyrði, því meiri líkur á að landa styrk og því lægra fast gjald býður Senza:

 1. Kjarnastarfsemi gengur út á að bæta umhverfið með einu eða öðru móti.

 2. Kjarnastarfsemi er annars verulega samfélagsbætandi, t.d. á sviði heilsu, lækninga, orku, matar, líftækni.

 3. Fyrirtækið hefur:

  • sannað sig, hefur rekstrarsögu eða hefur tekið inn fjármögnun sem dæmi.

  • býr yfir bolmagni, teymið er öflugt á viðkomandi sviði, og er til staðar.

  • býr yfir miklu nýnæmi (e. excellence)

  • býr yfir miklum markaðsmöguleikum (e. high impact / game changer).

 4. Bónus - Fyrirtækið er leitt af konu, EIC Accelerator hefur haft 25% kvóta á "female led" fyrirtæki sem dæmi, eða er með hluta starfsemi á landsbyggð, en TÞS biður um landshlutaskiptingu í sínum umsóknum.

 5. Bónus - Fyrri umsókn er til staðar, fékk góða einkunn.

Senza sér um öll skrif í umsóknarferlinu, útfyllingu rafrænnar umsóknar og skil á umsókn. Fyrirtækið sem skrifað er fyrir útvegar gögn, skýrslur, staðfestingar og annað sem tengist styrkjaskrifum, tengir Senza við samstarfsaðila og situr fundi eins og þörf er á og í sameiningu er tekin ákvörðun um lykiláherslur eins og helstu verkþætti sem styrknum skal ráðstafað í ofl í þeim dúr - 98% vinnunnar lendir engu að síður á Senza.

Fáist styrkur sér Senza um öll samskipti, utanumhald og skýrsluskrif sem krafist er af styrkveitanda. Ekkert fast gjald / aukagjald er tekið fyrir þá vinnu.

Fáist styrkur ekki í fyrstu tilraun verður reynt aftur allt að þrisvar sinnum. Fyrri umsókn er þá upfærð með helstu breytingum, sigrum og þróun í rekstri frá síðustu umsókn en algengt er að styrkur komi ekki fyrr en eftir tvær eða þrjár tilraunir.

Mikilvægt er að hefja vinnu tímanlega. Best er að byrja strax eftir skilafrestinn sem var á undan, og í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir þann skilafrest sem stefnt er að.

Skilafrestir:

 • Vöxtur/Sprettur og Sproti yfirleitt kringum 15. mars og 15. september ár hvert.

 • Eurostars yfirleitt mars og september/október ár hvert.

 • EIC Accelerator er með smærri umsókn sem skila má hvenær sem er. Ef hún fæst samþykkt má skila stærri umsókn - nánar hér https://eic.ec.europa.eu/eic-funding-opportunities/eic-accelerator_en.

Það er ágæt styrkjastefna að stefna fyrst á Rannís styrk og svo styrk frá styrkjakerfi Evrópusambandsins. Þarna eru ákveðin tengsl á milli og Evrópusambandið gaf t.d. út að með brottfalli styrkja í fasa 1 í SME Instrument (stór breyting sem varð 2019) væri í staðin horft til þess að fyrirtæki geti sótt sér "fasa 1" styrk í sínu heimalandi og farið svo í "fasa 2" hjá Evrópusambandinu.

Almenn aðstoð við styrkjaskrif

Senza tekur að sér að aðstoða umsækjendur við styrkjaskrif almennt nánast hvaða nafni sem þau nefnast.

Greitt er fyrir útseldan tíma og algengt er að þessi vinna eigi sér stað á síðustu vikum fyrir þann skilafrest sem stefnt er að. Ýmiss konar vinnuskipulag hefur verið notað, þar með talið:


- Senza les yfir eldri umsókn, uppfærir, breytir og bætir.

- Senza og umsækjandi henda á milli sín köflum og skrifa til skiptis.

- Senza sér um afmarkaða hluta eins og fjárhagshluta umsóknar.

- Afurðin (e. output) sem umsækjandi fær frá Senza getur verið fullkláraður texti, word skjal með "track

  changes" breytingum, Google drive skjal með "track changes" og athugasemdum og allt þar á milli.

Vitnisburðir

"Einar kom með fersk viðhorf og sjónarhorn inn í umsókn okkar um "Sjálfvirknivæðingu í veikleika og áhættustjórnun" hjá Tækniþróunarsjóði. Einar leiddi vinnu við umsóknarskrifin og hnýtti saman umsókn sem hlaut brautargeng hjá sjóðnum. Einar vann hratt og örugglega. Við mælum með ráðgjöf Einars og hyggjumst nýta sérþekkingu hans á þessu sviði áfram í framtíðinni."

Gunnar Leo Gunnarsson / Nanitor ehf.

"Sjálfvirknivæðing í veikleika- og áhættustjórnun" - fengu Vöxt vor 2021

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Mjög flott vinna. Einar hjá Senza rýndi umsókn frá Laka Power, pússaði til og endurgerði samantektarkafla, gerði þá kristalskýra og hnífbeitta. Átti örugglega sinn þátt í að við fengum Vöxtinn núna. Ég mæli heilshugar með að nota Einar í styrkjaskrif eða ráðgjöf varðandi stefnur og áherslur."

Sigurjón Magnússon / Laki Power ehf.

"Eftirlitskerfi fyrir háspennuinnviði" - fengu Vöxt haust 2020 / fengu EIC Accelerator (€2,1m) vetur 2020

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Einar hjálpaði okkur hjá Code North að sækja um styrk til Rannís fyrir verkefnið okkar “Records - einstaklingsmiðuð skjalastjórnun á bálkakeðju”.  Einar kom sterkur inn í verkefnið og í raun leiddi okkur í gegnum stefnumótun verkefnisins frá hugmyndastigi yfir í skýr markmið um útfærslu og sýn á markaðinn.  Þegar vinnuni lauk vorum við því ekki aðeins með frábæra umsókn í höndunum heldur sáum við nákvæmlega fyrir okkur hvað við ætluðum að gera og hvernig við ætluðum að gera það.  Við fengum síðan Vöxt í fyrstu atrennu þegar árangurshlutfall var einungis 7% eða 10 af 145. Það sem stendur uppúr fyrir mér var hæfileiki Einars til að draga fram kjarna verkefnins og ramma inn með skýrum og aðgengilegum hætti."

Jónas Sigurðsson / Code North ehf.

"Einstaklingsmiðuð skjalageymsla á bálkakeðju" - fengu Vöxt haust 2020.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Við hjá IMS fengum Einar til að aðstoða okkur við að skrifa Vaxtar umsókn til Tækniþróunarsjóðs. Við höfðum sótt um áður en ekki fengið. Það er óhætt að segja að þökk sé honum var okkar umsókn tekin upp á allt annað plan og fengum við næst hæstu mögulegu einkunn og 50mkr styrkinn. Við mælum 100% með Einari, mjög faglegur, þekkir þetta vel og mjög góður að ná að fanga sýn frumkvöðlanna í ritað mál."

 

Arnaldur Gauti Johnson / IMS ehf.

"Vélanám við flokkun sögulegra ljósmynda" - fengu Vöxt vor 2020.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Við Friðrik meðstofnandi minn mælum heilshugar með þessu námskeiði hjá Einari, það hjálpaði okkur að endurhugsa alveg okkar viðskiptanálgun og er alger lykilþáttur í því að við fengum styrk í desember 2019 og aftur í apríl 2020."

Rúnar Þórarinsson / BIRTA Gróðurhúsalausn og Samfélagsgróðurhús

Fengu Sprota haust 2019  og aftur Sprota vor 2020.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Ég fékk Einar til að hjálpa mér síðasta haust með umsókn fyrir umhverfisvænt göngustígakerfi og námskeiðið fylgdi með í pakkanum. Niðurstaðan var 50 milljón króna styrkur sem mun breyta öllu í okkar rekstri. Ég mæli eindregið bæði með námskeiðinu og ráðgjafarvinnu Einars ef þið fáið hann til að skrifa eða yfirfara umsóknina með ykkur eins og ég gerði".

Birgir Jóhannsson / Alternance slf.
"Svífandi göngustígakerfi" - fengu Vöxt haust 2019.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Virkilega gagnlegt námskeið fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og vita ekki alveg hvernig á að koma hugmyndunum frá sér í texta. Ég mæli tvímælalaust með þessu námskeiði. Takk fyrir mig!

 

Jóhanna Karlsdóttir / stofnandi Hot Yoga á Íslandi
Sat námskeið í Rannís skrifum í ágúst 2019.

Kaupa þjónustu Senza / hafa samband

Fyrir allar frekari upplýsingar og ef áhugi er á því að fá Senza til að sjá um eða aðstoða við styrkjaskrif fyrir þitt fyrirtæki hafðu samband við Einar hjá Senza.

 

Einar Sigvaldason

 

einar hjá senza .is

 

s. 581 2500

bottom of page