top of page
Search
Writer's pictureEinar

Fjármögnun og Rannís Skrif

Updated: Aug 5, 2019




Fimmtudaginn 20.júní 2019 kl 17:00 í Hellinum, húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar við Hlemm.


Fjármögnunarvalkostir sprotafyrirtækja á Íslandi, helstu styrkir og fjárfestar.


Sérstök áhersla á hvað þarf til að gera góða umsókn í Tækniþróunarsjóð en næsti frestur er strax eftir sumarlok eða 16.september 2019, styrkur allt að 50mkr sem dreifist á 2 ár.


Farið verður yfir:

Góð Rannís umsókn:

- Helstu viðmið sem Rannís gefur út varðandi styrkjaskrif.

- Helstu trix, tækni og aðferðir byggt á persónulegri reynslu eftir 4 úthlutanir.

- Djúp greining á Matsblaði sem notað er við ákvörðun um úthlutun.

- Greining á spurningum í umsókn, erfiðu orðin, af hverju er það mikilvægt.


Góð fjárfestakynning

- Stutt pitch (elevator pitch).

- Power Point kynningar fyrir pitch, hvað á að vera með, hvað ekki.

- Power Point kynning til að senda með tölvupósti, hvernig er hún öðruvísi.

- Hvernig á að ná tilfinningasambandi og af hverju er það mikilvægt.

- Hvað ber að forðast.


Helstu styrkir og fjárfestar á Íslandi

- Hverjir eru áhættufjárfestar á Íslandi.

- Hverjir eru helstu styrkjamöguleikar.

- Aðrir möguleikar: Crowdfunding, englafjárfestingar, grár markaður.


Hvað er líkt með Rannís umsókn, ferilskrá, sölukynningu og fjárfestakynningu?


Öll nálgun á ofangreint efni er eftir grunnforskrift Senza: róttæk notendamiðuð hugsun, einfald og skýrt, og tilfinningasamband með rökhyggju.


Leiðbeinandi er Einar Sigvaldason.

  • 15 ár framkvæmdastjóri og meðstofnandi 3ja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði.

  • 15 ár í nýsköpun á Íslandi og San Francisco (Silicon Valley).

  • Unnið ótal viðskiptaáætlanir, "pitch" og fjárfesta- og sölukynningar.

  • Tvisvar fengið sprotafjármögnun og fimm sinnum Rannís styrk.

  • MBA frá UC Berkeley, áhersla á framtaksfjárfestingar, nýsköpun og stjórnun tækniFT.

  • Stjórnendaþjálfi hjá Senza, Mentor hjá Ungum Frumkvöðlum, Samskiptaráðgjöf og þjálfun hjá Rauða Krossinum, löggiltur verðbréfamiðlari.

  • Linkedin: https://www.linkedin.com/in/einarsigvalda/

105 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page